Fram kemur á vef KSÍ að Íslenska landsliðið í PES lék síðari umferð riðils síns í undankeppni eEURO 2020 á mánudag, en þar mætti liðið Rússlandi, Austurríki, Póllandi og Ísrael.

Fyrst mættu strákarnir Rússlandi og töpuðu þeir þeim leik samanlagt 0-7, en leiknir eru tveir leikir og samanlögð úrslit síðan tekin saman. Austurríki voru næstu andstæðingar Íslands og endaði það með 2-5 sigri Austurríkismanna, en Ísland vann þó seinni leikinn 1-0.

Þriðji leikurinn var gegn Póllandi og sigruðu Pólverjar nokkuð örugglega, eða 1-5. Ísrael voru svo síðasti andstæðingurinn í undankeppninni og tapaði Ísland leiknum samanlagt 1-8.

Ísland endar því riðilinn í neðsta sæti án stiga.

Liðið skipuðu þeir Aron Ívarsson, fyrirliði, Jóhann Ólafur Jóhannsson og Aron Þormar Lárusson