Tottenham rétt náði stigi geng Norwich

0
138

Tottenham átti í miklu basli við að ná sér í stig í kvöld en þeir mega þakka vítaspyrnudómi sem féll í lok seinni hálfleik að þeir færu ekki alveg niðurlægðir af velli.

Norwich var töluvert betri í fyrri hálfleik og skoraði Mario Vrančić eina mark fyrri hálfleiks.

Á 55. mínútu tókst Christian Eriksen sem orðaður er nú við Manchester United að jafna.
6. mínútum síðar kom Serge Aurier með skelfilegt sjálfsmark og jafnaði svo Harry Kane úr vítaspyrnu á 83 mínútu.


Gylfi og félagar í Everton unnu Newcastle 2-1, Brighton vann Bournemouth 2-0 og jafnt var í leik Southampton og Crystal Palace.

Watford gekk yfir Aston Villa og unnu þeir þann leik örugglega 3-0.

Leicester heldur öðru sætinu eftir sannfærandi sigur á West Ham 2-1.

Nú eftir um 15 mínútur verður flautað til leiks í Burnley – Manchester United og byrjar Jóhann Berg Guðmundsson á bekknum í þeim leik.

Hægt er að kaupa áskrift af Síminn Sport Premimum í gegnum Nova TV og sjá flestu leikina í Enska Boltanum þar í beinni.