United ætlar að opna dyrnar að útgöngu Paul Pogba frá Old Trafford með því að kaupa tvo miðverði fyrir upphaf næsta tímabils, segir í frétt Daily Mail.

Frakkinn er að undirbúa endurkomu sína eftir að hafa verið meiddur síðan eftir leikinn gegn Arsenal í lok september en spurningamerki eru ennþá um framtíð hans.

Í skýrslunni segir að Pogba vilji enn yfirgefa félagið með Real Madrid í huga og íhugar félagið að selja heimsmeistarann í sumar og bæta þeir við að United hafi ýmsa valkosti á miðjunni, þar á meðal Donny van de Beek hjá Ajax og Saul Niguez hjá Atletico Madrid í stað Pogba.