Jesus með þrennu í sigri á Dinamo Zagreb

0
115
Gabriel Jesus (Mynd: ManCity.com)

Búið er að flauta til loka í tveimur leikjum í meistaradeildinni í kvöld.
Man City sigraði Dinamo Zagreb örugglega á útivelli en sá leikur fór 1-4 fyrir Manchester City.
Dani Olmo byrjaði á að koma heimamönnum yfir á 10. mínútu en 24 mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus fyrsta mark city manna eftir stoðsendingu frá Mahrez. 16 mínútum síðar var Jesus aftur á ferðinni eftir stoðsendingu frá Phil Foden.
Aðeins 4. mínútum síðar fullkomnaði Jesus þrennu sína eftir fullkomna fyrirgjöf frá Benjamin Mendy.
Síðasta mark city manna skoraði svo Phil Foden eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva og urðu lokatölur 1-4 fyrir City

Atalanta vann Shakhtar Donetsk 0-3 á útivelli.
Fyrsta mark Atalanda kom á 66. mínútu en það var Timothy Catagne sem kom gestunum yfir.
Annað mark kom svoa á 80. mínútu en þá var Mario Pašalić á ferðinni, Robin Gosens innsiglaði svo sigurinn á 94. mínútu.

Sex aðrir leikir byrjuðu kl. 20:00 og er hægt að sjá þrjá þeirra á Stöð 2 Sport 2, 3 og 4.